Home Fréttir Í fréttum Ný slökkvistöð afhent í ágúst

Ný slökkvistöð afhent í ágúst

236
0
Ný slökkvistöð í Reykjanesbæ Mynd: Ístak

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja verður að öllum líkindum afhent, tilbúin til notkunnar, um miðjan ágúst næstkomandi.

Verkefnið var boðið út árið 2018 og átti stöðin að vera afhent snemma á þessu ári.

Mistök við hönnun á byggingunni hafa valdið því að bygging stöðvarinnar hefur dregist.

Slökkvistöðin sem er um 2300 fermetrar að flatarmáli er staðsett við Flugvelli, nálægt Reykjanesbraut og kemur til með að þjónusta Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga ásamt mannvirkjum við Leifstöð.

Heimild: Sudurnes.net