Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Vík, hringtorg og endurbætur

Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Vík, hringtorg og endurbætur

327
0

Opnun tilboða 26. maí 2020.

Gerð hringtorgs á Hringvegi í Vík í Mýrdal auk breytinga allra aðliggjandi vega og stíga til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega.

Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Hringveginum rétt vestan hringtorgsins á móts við Víkurskála, gerð og breytingar á umferðareyjum þar.

Einnig skal endurnýja vegyfirborðið um vestanverðan Hringveginn í gegnum Vík, að fyrstu bæjargötunni (Mýrarbraut). Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps.

Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2020.