Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Fimm vilja byggja búsetukjarna í Ólafsvík

Opnun útboðs: Fimm vilja byggja búsetukjarna í Ólafsvík

392
0
Mynd: Teiknistofan AVH á Akureyri

Á föstudag voru opnuð tilboð í byggingu búsetukjarna fyrir fatlaða íbúa á Snæfellsnesi, sem fyrirhugað er að reisa við Ólafsbraut í Ólafsvík.

Verkís annaðist útboðið fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Fimm tilboð bárust í verkið, en í því felst fullnaðarfrágangur búsetukjarnans.

Áætluð verklok á heildarverkinu eru 30. ágúst 2021. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar 243,2 milljónir króna.

Lægsta heildartilboðsverðið, að meðtöldum virðisaukaskatti, átti Húsheild ehf., rúmar 276 milljónir króna. Spennt ehf. bauð rúmlega 277,1 milljón, A Ísax ehf. bauð 277,6 milljónir og Heinz byggingar buðu rúmar 294,6 milljónr. Að auki barst frávikstilboð frá Spennt ehf., sem hljóðar upp á rúmlega 207,8 milljónir króna.

Heimild: Skessuhorn.is