Home Fréttir Í fréttum 28.05.2020 Ísafjarðarbær. Viðgerðir á þaki sundlaugarinnar á Flateyri

28.05.2020 Ísafjarðarbær. Viðgerðir á þaki sundlaugarinnar á Flateyri

98
0
Mynd: Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir við húsnæði sundlaugarinnar á Flateyri.

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Verkið felur í sér að endurnýja þak sundlaugarbyggingarinnar. Fjarlægja þarf og endurbyggja, sperrur, lektur, borðaklæðningu, þakdúk, þakkanta og fleira. Við endurbyggingu þaksins skal setja loftunardúk yfir borðakæðningu, furulektur og litað bárujárn í stað þakdúks.

Innanhúss á að endurnýja þakeinangrun, rakavörn og loftaklæðningu. Einnig á að endurnýja hluta af veggklæðningu, mála veggi, loft og límtrébita í sundlaugarsal og mála sundlaugarkarið.

Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:

Þakflötur 527 m2
Rif á loftunarlektum 390 lm
Endurnýjun á sperrum, reimum og stoðum 514 lm
Undirlekta, furulistar 21 x 70 mm 570 lm
Yfirlekta, furulistar 45 x 95 mm 670 lm
Endurnýjun þakkanta 99 lm
Endurnýjun steinullareinangrunar 465 m2
Endurnýjun loftaklæðningar, 255 m2
Raflagnagrind,45×45 mm, c/c 600 mm 720 lm
Endurnýja á klæðningu útveggja, innanhúss 48 m2
Málun veggja, lofta og límtrébita innanhúss 490 m2
Málun sundlaugarkars 209 m2

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu frá og með föstudeginum 15. maí næstkomandi.

Hægt er að óska eftir útboðsgögnum á rafrænu formi með tölvupósti á netfangið samuel@tvest.is .

Tilboðum skal skila á skrifstofu Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fyrir kl. 11.00, fimmtudaginn 28. maí næstkomandi, þar sem þau verða opnuð.