Home Fréttir Í fréttum Eldur kom upp í þakpappa

Eldur kom upp í þakpappa

67
0
Slökkviliðið var komið á staðinn innan örfárra mínútna. Mynd: Frettabladid

Engan sakaði eftir eldsvoða sem kom upp á Seljavegi 2 í Reykjavík í kvöld. Vel gekk að ná tökum á eldinum sem kviknaði í timbri undir þakpappa. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsinu.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað út vegna elds við Seljaveg 2 um sjö leytið í kvöld
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu kviknaði eldur í timbri undir þakpappa en verið er að reisa aðra hæð ofan á húsið. Verktakar sem voru við störf í húsinu náðu að slökkva eldinn að mestu sjálfir.

Slökkviliðið er með bráðabirgðarstöð í björgunarstöðinni Gróubúð á Grandagarði 1 rétt hjá Seljavegi. Slökkviliðið var því komið á staðinn innan örfárra mínútna og tryggðu að eldurinn myndi ekki blossa upp aftur.
Engan sakaði eftir eldsvoðan.
Húsið við Seljaveg er það sem áður hýsti æfingaaðstöðu Mjölnis og þar áður Loftkastalann. Hót­elkeðjan Center­Hotels stend­ur nú fyr­ir fram­kvæmd­un­um á Selja­vegi 2.

Heimild: Frettabladid.is