Home Fréttir Í fréttum 14.05.2020 Ísafjarðarbær „Skólagata á Ísafirði, hellulögn“

14.05.2020 Ísafjarðarbær „Skólagata á Ísafirði, hellulögn“

108
0
Mynd: Ísafjarðabær

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Skólagata á Ísafirði, hellulögn“.
Dagsetning opnunar: 14. maí 2020 kl. 11:00

Um er að ræða endurnýjun á vatnslögn, setja tvö ný niðurföll í götuna, skipta um efra burðarlag og helluleggja Skólagötu ásamt gangstétt við Brunngötu.

Helstu stærðir eru:
Hellulögn 575 m²
Vatnslögn 90 mm 75 m
Efra burðarlag 93 m³

Verkinu skal vera að fullu lokið 15. ágúst 2020.

Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Ísafjarðarbæ í Stjórnsýsluhúsinu, frá og með 29. apríl 2020. Athugið að vegna takmörkunar á opnunartíma bæjarskrifstofu þar til samkomubanni verður aflétt þarf að bóka tíma í síma 450 8000 til að fá gögnin afhent.

Einnig er hægt að óska eftir útboðsgögnum á rafrænu formi með því að senda tölvupóst á jbh@verkis.is.

Tilboðin verða opnuð hjá Verkís þann 14. maí 2020 klukkan 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.