Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hvalfjarðargöng (1): Kantlýsing

Opnun útboðs: Hvalfjarðargöng (1): Kantlýsing

255
0

Opnun tilboða 21. apríl 2020. Gerð kantlýsingar í Hvalfjarðargöng.

Verkið felur í sér að útvega og setja upp kantljós í Hvalfjarðargöngum ásamt öllum búnaði sem þarf. Kantljósin skulu vera LED ljós sem samanstanda af hvítum ljósdíóðum sem lýsa í sitt hvora áttina.

Díóður skulu vera hvítar á lit og aflnotkun hvers ljós skal ekki vera meira en 2 W. Ljósstyrkleikinn skal vera yfir 25 cd. Sýnileiki ljósanna skal vera yfir 1000 m.

Kantljósunum er komið fyrir með 25 m millibili ofan á steyptri vegöxl rétt fyrir ofan kantsteininn, það er ca. 20-25cm frá frambrún kantsteins . Fræsa þarf rauf í steypta öxlina fyrir rafstreng til að fæða ljósin.

Spennugjöfum fyrir lýsinguna er komið fyrir í 4 tæknirýmum. Vinna þarf verkið á nóttunni og göngunum verður ekki lokað fyrri umferð á meðan á því stendur.

Helstu magntölur verksins eru:

· Kantljós 506 stk.
· Fræsing/sögun fyrir streng 11,5 km
· Kjarnaborun fyrir kantljós 500 stk.

Verki skal vinna a staðnum haustið 2020 frá 1 september til 1. nóvember og skal lokið að fullu 1. nóvember 2020.