Home Fréttir Í fréttum 20.05.2020 Útboð á hönnun og byggingu lítilla einbýlishúsa við Sandgerðisbót

20.05.2020 Útboð á hönnun og byggingu lítilla einbýlishúsa við Sandgerðisbót

238
0
Hafnarsvæðið í Sandgerðisbót Mynd: Akureyri.is

Verkið felst í hönnun, smíði, flutningi á verkstað, niðursetningu, tengingum og frágangi á nærumhverfi á 2 litlum einbýlishúsum við Sandgerðisbót á Akureyri samkvæmt útboðsgögnum.

Stærð húsanna skal vera sem næst 60 m² brúttó. Ytra og innra byrði húsanna þarf að vera sterkbyggt. Húsin verða staðsett á lóð við Sandgerðisbót og skulu bjóðendur miða við fjarlægðir milli byggingahluta við hönnun og staðsetningu húsanna.

Alls munu fjögur hús rísa á lóðinni. Húsin skulu uppfylla kröfur byggingarreglugerðar, einangrunarkröfur byggingahluta, brunakröfur byggingahluta og kröfur um hljóðvist.

Gerð er rík krafa um að húsin verði hlýleg að utan sem innan.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is frá og með miðvikudeginum 27.apríl 2020.

Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið umsarekstur@akureyri.is fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 20. maí 2020.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.