Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir hafnar í íþróttamannvirkjum í Borgarbyggð

Framkvæmdir hafnar í íþróttamannvirkjum í Borgarbyggð

152
0
Mynd: Borgarbyggð

Þegar íþróttamannvirkin í Borgarbyggð lokuðu vegna COVID-19 var ljóst að hægt væri að nýta tímann til þess að fara í viðhaldsframkvæmdir sem annars væri ekki unnt að gera nema með því að loka íþróttamiðstöðvarnar.

Mynd: Borgarbyggð

Starfsmenn og verktakar hafa unnið hörðum höndum við að ganga í þau verk sem hafa setið á hakanum. Eitt af þeim verkefnum var að endurnýja gólfefni í Íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum. Áætlað er að sú vinna ljúki á næstu dögum.

Önnur verkefni sem eru á dagskrá er meðal annars hellulögn og viðgerðir á lagnakerfi og loftræstingu Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi auk lagfæringa á lýsingu í sal Íþróttamiðstöðvarinnar á Varmalandi.

Heimild: Borgarbyggð