Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir og frágangur í nýbyggingarhverfum í ár

Framkvæmdir og frágangur í nýbyggingarhverfum í ár

158
0
Úlfársardalur Mynd: Reykjavíkurborg

Farið verður í framkvæmdir vegna frágangs í nýbyggingarhverfum fyrir 340 milljónir króna í ár.

Um er að ræða meðal annars gerð göngu- og hjólaleiða, gangstétta og frágang gatna. Áætlaður framkvæmdatími er frá maí fram í nóvember.

Um er að ræða eftirfarandi framkvæmdir:

  • Úlfarsárdalur  – 125 milljónir: Framkvæmdir eru meðal annars gangstéttar, stígagerð, áframhaldandi frágangur á bílastæðalóð við Dalskóla og ræktun í takt við þróun íbúðabyggðar.
  • Reynisvatnsás/Grafarholt – 20 milljónir króna: Framkvæmdir eru meðal annars gangstéttar og gerð hellulagðrar götu og torgs.
  • Norðlingaholt – 20 milljónir króna: Framkvæmdir eru við gangstétt og þökulögn við Elliðabraut og gerð bílastæða við  Móavað.
  •  Sléttuvegur – 45 milljónir króna: Framkvæmdir eru við gönguleiðir í hverfinu.
  • Kirkjusandur – 50 milljónir króna:  Framkvæmdir eru meðal annars göngu-  og hjólaleiðir og jarðvinna í götum í takt við uppbyggingu hverfis.
  •  Gönguleiðir  og  ræktun – 30 milljónir króna: Um er að ræða frágang gönguleiða við Norðurfell, frágangur við Rauðarárstíg 1 og Bleikárgróf 6.
  • Hádegismóar – 10 milljónir króna:  Framkvæmdir eru gangstéttar og frágangur vegna uppbyggingar á atvinnulóðum.
  •  Hallar – 10 milljónir króna: Framkvæmdir eru gangstéttar  og frágangur vegna uppbyggingar á atvinnulóðum.
  • Almannadalur. Hesthúsahverfi og Fjárborg  – 30 milljónir króna: Frágangur innan hverfis, reiðstígar og frágangur gatna.

Heimild: Reykjavíkurborg