Home Fréttir Í fréttum 05.05.2020 Akranesvegur (509): Faxabraut – Endurgerð og grjótvörn

05.05.2020 Akranesvegur (509): Faxabraut – Endurgerð og grjótvörn

257
0
Mynd: Skessuhorn.is

Vegagerðin óskar eftir tilboðum endurbyggingu vegkafla ásamt gerð grjótvarnar og lagnavinnu á Akranesvegi (509-02): Faxabraut. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Akraneskaupstaðar og veitufyrirtækja.

Helstu magntölur eru:

Rif steypu í vegum og stéttum  10.000 m2
Fyllingar 9.300 m3
Götulýsing, skurðgröftur og strengir 1.000 m
Rafstrengir 300 m
Fráveitulagnir 1.300 m
Kaldavatnslagnir 200 m
Hitaveitulagnir 400 m
Styrktarlag 4.500 m3
Burðarlag 2.200 m3
Malbik 16.000 m2
Grjótvörn 37.000 m3
Göngustígar 700 m2
Kantsteinar 1.850 m

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með sunnudeginum 5. apríl 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. maí 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.