Home Fréttir Í fréttum Er­lend­ir starfs­menn kallaðir heim

Er­lend­ir starfs­menn kallaðir heim

167
0
Dýra­fjarðargöng. Til stóð að hefja mal­bik­un í byrj­un maí. Mynd: mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn set­ur strik í reikn­ing­inn hjá verk­tök­um við Dýra­fjarðargöng. Slóvak­arn­ir og Tékk­arn­ir sem vinna fyr­ir tékk­neska verk­tak­ann Metrostav voru kallaðir heim, sam­kvæmt til­mæl­um frá þarlend­um yf­ir­völd­um.

Fjór­ir yf­ir­menn urðu þó eft­ir og ráðnir hafa verið und­ir­verk­tak­ar frá Ísaf­irði og víðar að til að ljúka þeim verk­efn­um sem Slóvak­arn­ir og Tékk­arn­ir unnu að, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Þetta er áskor­un en hún er ekki sú erfiðasta hjá okk­ur. Veðrið í vet­ur hef­ur haft meiri áhrif á vinn­una,“ seg­ir Karl St. Garðars­son, staðar­stjóri Suður­verks við gerð Dýra­fjarðarganga.

Starfs­menn Metrostav unnu að því að steypusprauta vatns­klæðning­ar gang­anna. Þarf að ljúka þeirri vinnu áður en önn­ur eft­ir­vinna í göng­un­um hefst, svo sem að keyra inn burðarlag og leggja vatns­leiðslur.

Ætl­un­in var að hefja mal­bik­un í byrj­un maí en ljóst er að það næst ekki.

Heimild: Mbl.is