Home Fréttir Í fréttum Deili­skipu­lag fyr­ir Hlemm samþykkt

Deili­skipu­lag fyr­ir Hlemm samþykkt

86
0
Svona verður staðan á Hlemmi í framtíðinni á góðviðris­dög­um. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Hlemmsvæðið var samþykkt 11. mars í skipu­lags- og sam­gönguráði en til­lag­an var sett í aug­lýs­ingu 16. des­em­ber. Tekið hef­ur verið til­lit til at­huga­semda en þær sner­ust helst um aðgengi, bíla­stæði, um­ferðarflæði, vöru­los­un og sorp­hirðu, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá borg­inni.

Þar seg­ir að Hlemm­ur verði tengipunkt­ur al­menn­ings­sam­gangna, bæði borg­ar­línu og strætó, kjör­inn fyr­ir gang­andi og vett­vang­ur ólíkra viðburða.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir á grund­velli nýs deili­skipu­lags hefj­ist á þessu ári.

„Aðgengi vist­vænna ferðamáta og skil­yrði til fjöl­breytts mann­lífs verða bætt veru­lega en nefna má að bíla­stæði við götu­kanta og í bíla­stæðahús­um í inn­an við fimm mín­útna göngu­fjar­lægð (400 m) frá Hlemmi eru alls um 3.150 tals­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu borg­ar­inn­ar.

Meg­in­mark­mið með nýju deili­skipu­lagi og með for­hönn­un svæðis­ins miðar að því að auka aðdrátt­arafl Hlemms sem staðar sem fólk sæk­ist eft­ir að fara á, að skapa gott og vist­vænt um­hverfi og til að svæðið verði kjörstaður fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur. Hlemm­ur verði góður staður fyr­ir fólk og viðburði, eft­ir­sótt­ur bíl­laus staður, grænn og lif­andi en einnig byrj­un­ar­reit­ur fyr­ir þau sem ætla í bæ­inn.

Nán­ar má sjá um deili­skipu­lagið hér.

Heimild: Mbl.is