Home Fréttir Í fréttum Ákærður fyr­ir 114 millj­óna skatta­brot tengd starfs­manna­leigu

Ákærður fyr­ir 114 millj­óna skatta­brot tengd starfs­manna­leigu

216
0
Héraðssak­sókn­ari ákær­ir í mál­inu. Mynd: mbl.is/​Hjört­ur

Karl­maður á sex­tugs­aldri hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot og pen­ingaþvætti með því að hafa sem stjórn­andi og eig­andi starfs­manna­leigu komið sér und­an því að greiða sam­tals 87 millj­ón­ir í skatta á ár­inu 2017.

Þá er hann ákærður fyr­ir að hafa sjálf­ur ekki staðið skil á 27,5 millj­ón­um í tekju­skatt. Sam­tals nema því meint und­an­skot manns­ins 114,5 millj­ón­um.

Sam­kvæmt ákæru máls­ins stóð maður­inn, Ingimar Skúli Sæv­ars­son, skil á efn­is­lega röng­um virðis­auka­skatts­skýrsl­um fyr­ir fé­lagið Verk­leig­una frá mars til des­em­ber árið 2017 og komst þannig hjá því að skila rík­is­sjóði 57 millj­ón­um króna í virðis­auka­skatt.

Þá er hann einnig ákærður fyr­ir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu­grein­um fyr­ir fyr­ir­tækið og þannig kom­ist hjá því að greiða staðgreiðslu op­in­berra gjalda upp á 30 millj­ón­ir frá októ­ber til des­em­ber þetta sama ár.

Maður­inn er svo ákærður fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa ráðstafað pen­ing­un­um sem voru ávinn­ing­ur af fyrr­nefnd­um brot­um í þágu rekstr­ar fé­lags­ins.

Að lok­um er hann ákærður fyr­ir brot gegn skatta­lög­um og lög­um um bók­hald fyr­ir að hafa á ár­un­um 2014-2018 staðið skil á efn­is­lega röng­um skatt­fram­töl­um fyr­ir sig. Van­taldi maður­inn á þess­um árum tekj­ur frá sjálf­stæðum at­vinnu­rekstri um 101 millj­ón og mögu­leg rekstr­ar­gjöld um 30,5 millj­ón­ir og tekj­ur frá fyrr­nefndu fyr­ir­tæki um 7,3 millj­ón­ir árin 2017 og 2018. Með þessu van­taldi maður­inn tekju­skatt­stofn sinn um 66 millj­ón­ir og komst und­an að greiða tekju­skatt og út­svar upp á 27,5 millj­ón­ir, að því er seg­ir í ákæru máls­ins.

Mál­efni stafs­manna­leig­unn­ar hafa áður ratað á síður fjöl­miðla, en eft­ir að fé­lagið varð gjaldþrota árið 2018 stofnaði Ingimar starfs­manna­leig­una Mann­gildi sem varð gjaldþrota seint á síðasta ári. Eft­ir gjaldþrot Verk­leig­unn­ar stofnuðu nokkr­ir starfs­menn henn­ar starfs­manna­leig­una Menn í vinnu sem varð aðal­um­fjöll­un­ar­efni frétta­skýr­ingaþátt­ar Kveiks um dökk­ar hliðar ís­lensks vinnu­markaðar 

Þá hafði Verk­leig­an áður verið sökuð um að hafa ekki staðið skil á laun­um, líf­eyr­is­sjóðsgreiðslum og fleiru, en lögmaður Ingimars sagði við RÚV á þeim tíma að málið sner­ist um stór­felld­an fjár­drátt fyrr­nefndra starfs­manna. Kærðu starfs­menn­irn­ir einnig meint brot Ingimars til skatt­rann­sókn­ar­yf­ir­valda. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is er kæra Ingimars ekki til rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara.

Ingimar var svo meðal þeirra sem hand­tek­inn var í um­fangs­mikl­um aðgerðum lög­regl­unn­ar sem varðaði rann­sókn á út­gáfu á fölsuðum skil­ríkj­um í fyrra.

Heimild: Mbl.is