Home Fréttir Í fréttum 03.04.2020 Landsnet hf. Hólasandslína 3: Forsteyptar einingar.

03.04.2020 Landsnet hf. Hólasandslína 3: Forsteyptar einingar.

431
0
MYND/LANDSNET.

Landsnet óskar eftir tilboðum í verk vegna Hólasandslínu 3 sem lýst í útboðsgögnum þessum auðkennd sem HS3-23, Hólasandslína 3: Forsteyptar einingar. Hólasandslína 3 liggur frá fyrirhuguðu tengivirki á Hólasandi í Skútustaðahreppi að tengivirki við Rangárvelli á Akureyri, alls um 71 km.

Tæpir 62 km af línuleiðinni frá Hólasandi verða loftlína sem endar nærri Kaupangi í Eyjafirði neðan Bíldsárskarðs þar sem við tekur jarðstrengur að Rangárvöllum á Akureyri.

Verkið innifelur eftirfarandi verkþætti:

a. Framleiða steyptar undirstöður og staghellur fyrir loftlínuhluta Hólasandslínu.
b. Flytja undirstöður og staghellur á fyrirfram ákveðna afhendingarstaði í grennd við loftlínuleiðina.

Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem finna má á útboðsvef Landsnets: utbod.landsnet.is

Útboðsgögn verða afhend frá 03.03.2020 kl. 11:00

Opnun tilboða verður þann 03.04.2020 kl. 11:00