Home Fréttir Í fréttum Stefna á að klára fimleikahúsið í Þorlákshöfn í ágúst

Stefna á að klára fimleikahúsið í Þorlákshöfn í ágúst

85
0
Mynd: Hafnarfrettir.is

Framkvæmdir við fimleikahúsið í Þorlákshöfn ganga samkvæmt áætlun og mun verktakinn ljúka við uppsetningu á húsinu í mars.

Frá þessu er greint í fundargerð Framkvæmda- og hafnarnefndar Ölfuss.
Í beinu framhaldi er gert ráð fyrir að framkvæmdir innanhúss geti hafist. Stefnt er á að viðbyggingin verði kláruð að innan í ágúst 2020 og verði tilbúin fyrir upphaf skólaársins sem hefst haustið 2020.

Stækkunin á íþróttamiðstöðinni nemur um fjögur bil sem er á við hálfan núverandi íþróttasal og verður þetta því mikil búbót í íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.

Heimild: Hafnarfrettir.is