Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­ir fyr­ir 900 millj­arða á tíu árum

Fram­kvæmd­ir fyr­ir 900 millj­arða á tíu árum

129
0
Farið verður í aðgerðir fyr­ir 900 millj­arða króna á næstu tíu árum. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á næstu tíu árum verður fram­kvæmd­um flýtt fyr­ir 27 millj­arða króna, bæði hvað varðar fram­kvæmd­ir í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku og í of­an­flóðavörn­um til að tryggja ör­yggi fólks um allt land ef sam­bæri­legt veður, og gekk yfir Norður­land í des­em­ber, kem­ur upp.

Meðal ann­ars verði jarðstrengja­væðingu dreifi­kerf­is flýtt til 2025 í stað 2035, fram­kvæmd­um í svæðis­flutn­ings­kerfi raf­orku sem ekki er á 10 ára kerf­isáætl­un verði flýtt, leyf­is­veit­ing­ar vegna fram­kvæmda í flutn­ings­kerfi raf­orku verði ein­faldaðar og skil­virkni auk­in, varafl fyr­ir raf­orku og fjar­skipti verði end­ur­skil­greint og eflt og stefnt er að því að upp­bygg­ingu of­an­flóðavarna verði lokið árið 2030.

Þetta eru til­lög­ur átaks­hóps sem rík­is­stjórn­in skipaði um úr­bæt­ur á innviðum í kjöl­far fár­viðris­ins. Um er að ræða sam­tals 540 aðgerðir, þar á meðal 192 nýj­ar.

am­kvæmt mati hóps­ins mun heild­ar­fjár­hæð fram­kvæmda hins op­in­bera og innviðafyr­ir­tækja nema um 900 millj­örðum króna á næstu árum. Niður­stöður átaks­hóps­ins voru kynnt­ar á blaðamanna­fundi í Ráðherra­bú­staðnum nú fyr­ir skömmu. Um var að ræða sam­starf sex ráðuneyta.

Óveðrið af­hjúpaði ýmsa veik­leika

Veðrið olli miklu tjóni. Sam­göng­ur stöðvuðust og at­vinnu­lífið lamaðist á þeim svæðum sem urðu verst úti. Mikl­ar trufl­an­ir urðu í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku sem hafði af­leidd áhrif á fjar­skipta­kerfi og leiddi til sam­bands­leys­is við um­heim­inn á stór­um svæðum. Tekið var dæmi um fjöl­skyldu á Norður­landi með sjö mánaða gam­alt barn sem hafði ekki raf­magn dög­um sam­an og missti allt sam­band við um­heim­inn. Hita­stig húss­ins var komið niður í sjö gráður og fjöl­skyldufaðir­inn neydd­ist til að skríða upp á veg til að ná síma­bandi.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði á fund­in­um að veðrið hefði af­hjúpað ýmsa veik­leika í innviðum lands­ins, en að sama skapi sann­reynt ýmsa styrk­leika þeirra. Nú væru mik­il tæki­færi til að opna fyr­ir aukna op­in­bera fjár­fest­ingu, en gerð verður frek­ari grein fyr­ir fjár­mögn­un fram­kvæmd­anna í fjár­mála­ætl­un rík­is­ins.

Aðgerðaáætl­un átaks­hóps­ins má finna á hér.

Heimild: Mbl.is