Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við viðbyggingu endaði í 213 milljónum

Kostnaður við viðbyggingu endaði í 213 milljónum

266
0
Eyjahraun 1. Ljósmynd/TMS

Viðbyggingu við Eyjahraun 1 í Vestmanneyjum er lokið og hefur lokaúttekt farið fram.
Fram kemur í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs að samningsverk hafi verið kr. 207.600.120 en verksamningur hljóðaði upp á kr. 195.668.160.

Heildarkostnaður við verkið var kr. 213.079.963.

Þar af voru aukaverk sem bættust við á samningstíma kr. 5.479.843.

Verktakar voru Steini og Olli ehf. í Vestmanneyjum

Heimild: Eyjar.net