Home Fréttir Í fréttum Vilja fjölga iðnmenntuðum á vinnumarkaði

Vilja fjölga iðnmenntuðum á vinnumarkaði

67
0
Mynd: Stilla úr streymi - Menntamálaráðuneytið
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það vera stærsta hagsmunamál þjóðarbúsins að setja meiri vigt í starfs- og tækninám því það sé það sem samfélagið kalli á.
Unnið verður að því að jafna stöðu bók- og starfsnáms á framhaldsskólastigi samkvæmt aðgerðaáætlun Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem undirrituð var fyrir hádegi.

Markmiðið er að auka áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun og fjölga einstaklingum með slíka menntun á vinnumarkaði.

Það er stærsta hagsmunamál þjóðarbúsins að efla menntakerfið okkar, sagði Lilja í ávarpi á blaðamannafundinum. Færni og hæfni þurfi til þess að ná hagkerfinu úr slaka.

Lilja segir að 97 prósent fjölgun atvinnulausra hafi orðið á 15 mánuðum. Nú sé rétti tíminn til að ráðast í aðgerðir samhliða slaka í efnahagslífinu.

Samkvæmt aðalnámskrá í list-, verk- og tæknigreinum en misbrestur hafi verið á því í mörgum skólum.

Þá verði náms- og starfsráðgjöf styrkt í grunnskólum og aðgengi að tækni- og starfsnámi bætt á landsbyggðinni. Lilja segir að til þess að veita þá viðspyrnu sem hagkerfið og efnahagslífið þurfi þá þurfi grunnurinn að vera sterkur og jafnt aðgengi óháð búsetu.

Gert er ráð fyrir því í aðgerðaáætluninni að iðnmenntaðir njóti sömu réttinda til inngöngu í háskóla og þeir sem lokið hafa stúdentsprófi. Lilja segir að frumvarp um breytingar á inngönguskilyrðum í háskóla sé tilbúið og á leið í samráðsgátt.

Í ávarpi Lilju kom fram að samkvæmt nýlegri skýrslu OECD sé framleiðni á Íslandi undir meðaltali Norðurlandanna og færnimisræmi á vinnumarkaði sé helsta ástæðan. Þar er átt við misræmi á milli þeirrar færni sem atvinnulífið sækist eftir og framboðs á fólki með þá færni.

Frá árinu 2003 hafi verið mikil fjölgun háskólamenntaðra en fækkun í starfsnámi. Lilja segir að líta verði til menntakerfisins og passa upp á að vinnumarkaðurinn fái það sem hann er að kalla eftir.

Heimild: Ruv.is