Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ganga til samninga við 2Þ ehf um byggingu slökkvistöðvar í Vestmannaeyjum

Ganga til samninga við 2Þ ehf um byggingu slökkvistöðvar í Vestmannaeyjum

226
0
Slökkvistöðin verður byggð bakvið gömlu slökkvistöðina og verður nýja stöðin tengd við Þjónustumiðstöðina. Mynd: Eyjar.net

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar greindi frá viðræðum við 2Þ ehf og TPZ vegna byggingar slökkvistöðvar, á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Einnig var skipað í verkefnastjórn vegna byggingarinnar á fundinum.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli framkvæmdastjóra að ganga til samninga við 2Þ ehf á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Jafnframt ákvað ráðið að skipa Kristínu Hartmannsdóttur, Ólaf Þór Snorrason, Friðrik Pál Arnfinnsson og Jóhann Jónsson í verkefnastjórn vegna byggingu slökkvistöðvar.

Heimild: Eyjar.net