Home Fréttir Í fréttum Styrkir úr húsverndunarsjóði Reykjavíkurborgar

Styrkir úr húsverndunarsjóði Reykjavíkurborgar

93
0
Mynd: Reykjavík.is

Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum.

Opið verður fyrir aðgengi að umsóknum frá 12. febrúar klukkan 13.00 og til 4. mars klukkan 23.59

Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram í umsókn:

  1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum.
  2. Tímaáætlun.
  3. Kostnaðaráætlun.
  4. Ljósmynd af húsinu eins og það er nú og eldri ljósmynd ef hún er til.

Frekari upplýsingar eru veittar í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni sem opin er á miðvikudögum frá kl. 15-17 og í síma 411 6333 á sama tíma.

Eingöngur er tekið við umsóknum á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á rafrænni Reykjavík; http://rafraen.reykjavik.is.

Vakin er athygli á því að styrkir sem úthlutað verður fyrir árið 2020 og verða ekki nýttir fyrir lok árs 2021 falla niður.

Meira um húsverndurnarsjóð Reykjavíkurborgar

Heimild: Reykjavik.is