Home Fréttir Í fréttum Berjast við fjúkandi þakplötur í Urriðaholt

Berjast við fjúkandi þakplötur í Urriðaholt

99
0
Skjáskot af ruv.is
Björgunarsveitir eru búnar að vera að störfum í Urriðaholti í Garðabæ þar sem þakplötur og annað lauslegt hefur fokið.

Sveinn Friðrik Sveinsson úr hjálparsveit skáta í Garðabæ sagði í samtali við Valgeir Örn Ragnarsson fréttamann að verktakar virðast þó hafa tryggt byggingarkrana sína nokkuð vel.

Það er búið að vera mikið að gera hjá björgunarsveitum víða á höfuðborgarsvæðinu.

„Mér heyrist vera mest um verkefni í efri byggðum, en það er nóg að gera já,“ sagði Sveinn.

Heimild: Ruv.is