Home Fréttir Í fréttum KSÍ ekki leitað til annarra sveit­ar­fé­laga

KSÍ ekki leitað til annarra sveit­ar­fé­laga

134
0
Svona gæti nýr Laug­ar­dalsvöll­ur litið út. Teikn­ing/​Bj. Snæ arki­tekt­ar

Guðni Bergs­son, formaður KSÍ, seg­ist hafa heyrt orðróm um að knatt­spyrnu­sam­bandið horfi til annarra sveit­ar­fé­laga vegna bygg­ing­ar nýs þjóðarleik­vangs en ekk­ert sé hæft í hon­um.

„Það hef­ur ekki komið til þess að leita til annarra sveit­ar­fé­laga. Fyrsti kost­ur er Reykja­vík og Laug­ar­dalsvöll­ur. Það er álitið af okk­ur raun­hæf­asti og æski­leg­asti kost­ur­inn, bæði fyr­ir land og þjóð og Reykja­vík­ur­borg, án þess að neitt sé hægt að úti­loka í þeim efn­um,“ seg­ir Guðni.

Hann bend­ir á að und­ir­bún­ings­fé­lag sé að störf­um varðandi útboð um þarfagrein­ingu og áætlana­gerð. Sú vinna verður í gangi á næstu mánuðum í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg og ríkið.

Von­ar að ákvörðun liggi fyr­ir á þessu ári

Formaður­inn seg­ir al­gjör­lega vera kom­inn tíma á nýj­an þjóðarleik­vang en fyr­ir þrem­ur árum sagðist hann von­ast til þess að slík­ur leik­vang­ur myndi opna á fyrri hluta þessa árs.

„Maður er bjart­sýn­ismaður en stund­um kem­ur það í bakið á manni,“ seg­ir hann og kveðst ekki trúa öðru en að ákvörðun varðandi nýj­an leik­vang muni liggja fyr­ir á þessu ári. „Málið verður ekki þarfagreint eða rýnt mikið meira en við erum að gera.“

Garðabær til umræðu um þjóðarleik­vang

Áður en blaðamaður ræddi við Guðna hafði hann sam­band við Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóra Garðabæj­ar, vegna orðróms um að bær­inn sé einn þeirra sem KSÍ hefði rætt við.

Gunn­ar sagði eng­an hafa talað við Garðabæ en bætti við að hann hefði ekk­ert á móti þjóðarleik­vangi þar í bæ. Plássið væri til staðar.

Samn­ing­ar yrðu samt að nást við ríkið um rekst­ur­inn, því Garðabær telji ekki eðli­legt að sveit­ar­fé­lagið sjái um rekst­ur eða bygg­ingu leik­vangs sem sé ætlaður allri þjóðinni. „Við erum alltaf til umræðu, en und­ir þess­um for­merkj­um.“

Heimild: Mbl.is