Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Þórsmerkurvegur (249), Suðurlandsvegur – Gljúfurá

Opnun útboðs: Þórsmerkurvegur (249), Suðurlandsvegur – Gljúfurá

466
0

Tilboð opnuð 28. janúar 2020. Nýbygging Þórsmerkurvegar (nr. 249-01) frá gatnamótum Hringvegar að Gljúfurá.

Verkið felst í gerð alveg nýs 8 m breiðs vegar, að megninu til á nýju vegarstæði, all nokkru vestar en þar sem núverandi vegur er.

Vinna skal og leggja burðarlag (0/22 mm) og styrktarlag og leggja klæðingu á veginn, ásamt efnisvinnslu.

Helstu magntölur eru:

– Fyllingar                   15.105 m3
– Styrktarlag                 6.070 m3
– Burðarlag 0/22mm     2.405 m3
– Tvöföld klæðing          9.900 m2
– Frágangur fláa          13.845 m2

Verklok eru 1. júlí 2020.