Home Í fréttum Niðurstöður útboða Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði: Engin tilboð bárust

Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði: Engin tilboð bárust

356
0
Mynd: BB.is

Engin tilboð bárust í útboði vegna hönnunar og byggingar fjölnota knattspyrnuhúss á Torfnesi á Ísafirði.

Opnað var fyrir tilboð í verkið á hádegi í gær, föstudaginn 10. janúar.

Boðið var út á Evrópska efnahagssvæðinu í samstarfi við Ríkiskaup og alls sóttu 44 fyrirtæki útboðsgögnin.

Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafa margar ábendingar borist varðandi þær kröfur sem settar voru fram í útboðinu.

„Verið er að vinna úr þessum athugasemdum og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um næstu skref,“ segir Guðmundur.

Heimild: BB.is