Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við Kleppjárnsreykjaskóla í fullum gangi

Framkvæmdir við Kleppjárnsreykjaskóla í fullum gangi

172
0
Mynd: Borgarbyggð.is

Góður gangur er í framkvæmdunum við Kleppjárnsreykjaskóla, en um þessar mundir er verið að reisa veggi viðbyggingarinnar. Samningar um bygginguna voru undirritaðir í júní og hófust framkvæmdir í haust.

Mynd: Borgarbyggð.is

Byggingarverktakinn er Eiríkur Jón Ingólfsson.

Nýbyggingin er úr forsteyptum einingum, 530 fermetrar að stærð og mun hýsa leikskólann Hnoðraból ásamt skrifstofum grunnskólans og kennararými.

Mynd: Borgarbyggð.is

Fyrir áhugasama má nálgast teikningar af viðbyggingunni á Kortasjá Borgarbyggðar.

Heimild: Borgarbyggð.is