Home Fréttir Í fréttum Hverfið mitt fór 50 milljónir fram úr áætlun

Hverfið mitt fór 50 milljónir fram úr áætlun

92
0
Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, kostaði rúman hálfan milljarð króna á síðstu fimm árum.
Þetta kemur fram í skriflegu svari mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins.
Þá kemur fram að kostnaðurinn við að hrindra þeim verkefnum í framkvæmd sem samþykkt voru í rafrænu kosningunni, hafi á fimm ára tímabili samtals farið fimmtíu og átta milljónum fram úr áætlun.

Í kosningunni Hverfið mitt kjósa Reykvíkingar rafrænt um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda eða viðhaldsverkefna í hverfum borgarinnar.

Þá kemur fram í svarinu að rúmar þrjátíu milljónir hafi verið í launakostnað, þremur milljónum meira en gert hafi verið ráð fyrir við verkefnið Hverfið mitt.

Á síðustu fimm árum hafi hátt í fimm hundruð tillögur úr kosningunni verið samþykktar og þeim hafi öllum verið hrundið í framkvæmd. Gert sé ráð fyrir að lokið verði við framkvæmdir næsta vor.

Heimild: Ruv.is