Home Fréttir Í fréttum 03.12.2019 Suðureyrarhöfn, endurbygging Vesturkants 2019

03.12.2019 Suðureyrarhöfn, endurbygging Vesturkants 2019

130
0
Suðureyrarhöfn Mynd: Ísafjörður.is

Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í endurbyggingu Vesturkants á Suðureyri.

Útboðið nefnist:

Suðureyrarhöfn, endurbygging Vesturkants 2019

Helstu magntölur:

  • Reka niður 36 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ14-770 10/10 og ganga frá stagbitum og stögum.
  • Steypa 18 akkerissplötur.
  • Steypa um 54,5m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
  • Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 620 m³ og ofan á svæði undir þekju.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2020.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með mánudeginum 18. nóvember 2019.

Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. desember 2019.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.