Home Fréttir Í fréttum Ítalskan verktakarisa vantar starfsfólk í Keflavík

Ítalskan verktakarisa vantar starfsfólk í Keflavík

658
0
Mynd: RÚV

Ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher auglýsir eftir starfsmönnum um þessar mundir, en samið var við fyrirtækið um hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli.

Fyrirtækið er með starfsemi um heim allann og hefur meðal annars haft með höndum byggingaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirtækið auglýsir eftir fólki í hin ýmsu störf, meðal annars eftir verkefnastjóra, staðarstjóra, hönnuðum og í önnur stjórnunarstörf við verkefnið.

Verksamningurinn á milli bandaríkjahers og ítalska fyrirtækisins er til tveggja ára og skal verkinu vera lokið eigi síðar en í febrúar 2021.

Samningsupphæðin er tæplega 14 milljónir dollara eða rúmlega 1,6 milljarður króna.

Heimild: Sudurnes.net