Home Fréttir Í fréttum Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga

Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga

455
0
Dóra Sigfúsdóttir búkollustjóri spjallar við fréttamann. Mynd: Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu.

Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu.

Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn.

„Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki.

„Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, – kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“

22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé:

„Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra.

-Þýðir það; góðir peningar í veskið?  „Já.“

Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu.

-Hvernig er að vinna í svona karlahópi?

„Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.

Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra.

„Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári.

Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.

Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:

„Þetta er orðin áratugabarátta, – löng er hún orðin allavega. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, – þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob.

Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða.

„Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:

Heimild: Visir.is

Previous articleOpnun útboðs: Stígalýsing. Arnarbakki, Strandvegur, Víðidalur, Víkurvegur 2019
Next article05.12.2019 Sveitarfélagið Skagafjörður. Leikskóli á Hofsósi – Viðbygging GAV