Home Fréttir Í fréttum Sýknu­dóm­ur vegna bíla­kjall­ara staðfest­ur

Sýknu­dóm­ur vegna bíla­kjall­ara staðfest­ur

156
0
Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest sýknu­dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem fé­lagið Reykja­vík Develop­ment ehf. var sýknað af kröfu Íslenskra aðal­verk­taka um skaðabæt­ur vegna bygg­ing­ar bíla­kjall­ara á lóðinni að Aust­ur­bakka 2 þar sem Harpa er til húsa.

Skaðabótakrafa Íslenskra aðal­verk­taka byggðist á því að Reykja­vík Develop­ment hefði ekki virt rétt fé­lags­ins til verk­töku við bygg­ingu bíla­kjall­ara á bygg­ing­ar­reit­um 1 og 2 á lóðinni.

Var kraf­an aðallega reist á því að með ramma­samn­ingi 9. mars 2006 hefði stofn­ast til kvaðar á lóðarrétt­ind­um í formi rétt­ar til verk­töku sem síðari framsals­hafa lóðarrétt­ind­anna hafi verið skylt að virða.

Vara­krafa byggðist á því að með samn­ing­um Reykja­vík Develop­ment um kaup á lóðarrétt­ind­un­um hafi fé­lagið, vit­andi um rétt Íslenskra aðal­verk­taka til verk­töku við vænt­an­leg­ar fram­kvæmd­ir á lóðinni, samþykkt að taka um­rædda skuld­bind­ingu yfir.

Kröfu­rétt­indi en ekki hlut­bund­inn rétt­ur
Fram kem­ur í dómn­um að úr­laust máls­ins réðist af því hvort rétt­ind­in sem ramma­samn­ing­ur­inn kvað á um gætu í eðli sínu tal­ist hlut­bund­in rétt­indi og hvort ætl­un samn­ingsaðil­anna hefði þá verið að stofna til slíkra hlut­bund­inna rétt­inda.

Vísað er til þess að í ramma­samn­ingn­um hefði ekki verið til­greint sér­stak­lega að samn­ingsaðilar teldu að um væri að ræða eign­ar­rétt­ar­lega kvöð.

Viðauka­samn­ing­ar hefðu enn frem­ur frek­ar borið þess merki að um kröfu­rétt­indi hefði verið að ræða.

Taldi Hæstirétt­ur því að rétt­ind­in sem ramma­samn­ing­ur­inn kvað á um full­nægðu ekki því skil­yrði að geta í eðli sínu tal­ist hlut­bund­inn rétt­ur yfir fast­eign held­ur fæl­ist í rétt­in­um kröfu­rétt­indi í gagn­kvæmu skuld­ar­sam­bandi.

Þá var vísað til þess að við kaup Reykja­vík Develop­ment á bygg­ing­ar­reit­un­um hafi fé­lagið ekki samþykkt að taka á sig þá skuld­bind­ingu að virða rétt Íslenskra aðal­verk­taka til verk­tök­unn­ar.

Þannig hafi ekki orðið af skuld­skeyt­ingu og því ekki skipt máli þótt Reykja­vík Develop­ment hafi við kaup sín vitað eða mátt vita um rétti Íslenskra aðal­verk­taka til verk­tök­unn­ar sam­kvæmt ramma­samn­ingn­um.

Heimild: Mbl.is