Home Fréttir Í fréttum Útsýn­ispall­ur­inn verður klár 2021

Útsýn­ispall­ur­inn verður klár 2021

119
0
Útsýn­ispall­ur­inn mun slúta fram yfir brún­ Bola­fjalls. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fjög­ur til­boð bár­ust í smíði og upp­setn­ingu út­sýn­ispalls á Bola­fjalli við Bol­ung­ar­vík. Áætlaður kostnaður við verkið er 193 millj­ón­ir króna.

Ístak hf. var með hæsta til­boðið eða rúm­ar 276 millj­ón­ir króna sem er ríf­lega 80 millj­ón­um yfir kostnaðaráætl­un. Þetta kem­ur fram á vef Bol­ung­ar­vík­ur.

Næst hæsta til­boðið var frá köf­un­arþjón­ust­unni. Hin tvö, Eykt hf. og Þotan ehf. voru með lægra til­boð en kostnaðaráætl­un gerði ráð fyr­ir. Áætluð verklok eru eft­ir þrjú ár eða 15. októ­ber 2021.

Útsýn­ispall­ur­inn mun slúta fram yfir brún Bola­fjalls sem er 638 metra hátt fjall beint upp af Bol­ung­ar­vík. Á fjall­inu er rat­sjár­stöð sem Land­helg­is­gæsl­an rek­ur. Þegar stöðin var byggð var lagður þangað ágæt­ur veg­ur, nokkuð bratt­ur, sem aðeins er op­inn yfir há­sum­arið.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið fyr­ir sléttu ári greindi Jón Páll Hreins­son, bæj­ar­stjóri í Bol­ung­ar­vík­ur, að eft­ir­spurn er eft­ir meiri áfangastað á þess­um stað. „Það er ekki síst vegna þess mikla út­sýn­is sem er af fjall­inu, bæði yfir Ísa­fjarðar­djúp og Bol­ung­ar­vík,“ seg­ir hann.

Heimild: Mbl.is