Home Fréttir Í fréttum Urð og Grjót átti lægsta til­boðið

Urð og Grjót átti lægsta til­boðið

245
0
Mynd: mbl.is/​Styrm­ir Kári

Til­boð í jarðvegs­fram­kvæmd­ir vegna ný­bygg­ing­ar Alþing­is við Von­ar­stræti voru opnuð hjá Rík­is­kaup­um í fyrra­dag.

Fjög­ur til­boð bár­ust frá inn­lend­um fyr­ir­tækj­um.
Urð og Grjót ehf. átti lægsta til­boðið, 51 millj­ón. Ístak hf. bauð 55,2 millj­ón­ir, Eykt ehf. 66 millj­ón­ir og ÍAV hf. 77,1 millj­ón. Kostnaðaráætl­un var 71 millj­ón króna.

Til­boðin verða yf­ir­far­in af Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins og í fram­hald­inu verður ákvörðun tek­in um hvaða til­boði verður tekið. Áætlað er að jarðvegs­fram­kvæmd­ir hefj­ist í nóv­em­ber.

Nú er verið að fara yfir til­boð á vinnu við að setja stein­klæðningu á ytra byrði bygg­ing­ar­inn­ar. Útboð fyr­ir vinnu við aðal­bygg­ing­una og tengiganga verða aug­lýst í júní 2020 og er gert ráð fyr­ir að upp­steypa bygg­ing­ar­inn­ar hefj­ist í sept­em­ber sama ár. Verklok eru áætluð í mars árið 2023.

Alþing­is­reit­ur­inn svo­nefndi er á milli Kirkju­stræt­is, Von­ar­stræt­is og Tjarn­ar­götu. Í ný­bygg­ing­unni verða m.a. skrif­stof­ur þing­manna, aðstaða þing­flokka, nefnda og starfs­manna þeirra. Bygg­ing­in verður um 6.000 fer­metr­ar og í fjár­mála­áætl­un eru áætlaðir 4,4 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins í heild.

Heimild: Mbl.is