Home Fréttir Í fréttum Vill fimm stjörnu hótel á Miðbakka

Vill fimm stjörnu hótel á Miðbakka

104
0
Vincent Tan Mynd: FACUNDO ARRIZABALAGA - EPA

Langstærsta byggingin á Miðbakka í Reykjavík er til leigu en eigandinn, malasískur kaupsýslumaður, hefur áform um að reisa þar meðal annars fimm stjörnu hótel.

Vincent Tan það er að segja félag hans, Berjaya Property Ireland, keypti húsið Geirsgötu 11. Frá síðustu greiðslu og afhendingu var gengið 1. ágúst síðast liðinn.

Kaupverðið var 14 milljónir Bandaríkjadala eða 1750 milljónir króna að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Hann keypti í sumar 75 prósenta hlut í hótelum Icelandair. Berjaya samstæðan á 19 önnur hótel flest í Asíu og Vincent Tan á enska knattspyrnuliðið Cardiff.

Geirsgata 11 er afar stórt hús og áberandi í miðborginni, hvítt og blátt og stendur á Miðbakka, tæpir 2600 fermetrar. Ríkisskip áttu húsið en seldu Fiskkaupum 1993.

Vincent Tan keypti húsið af Útgerðarfélagi Reykjavíkur og Fiskitanga. Einu sinni stóð til að þar yrði opnuð stór matvöruverslun en ekki fékkst leyfi frá hafnaryfirvöldum til þess.
Samkvæmt upplýsingum frá tengiliði Berjaya á Íslandi hefur Vincent Tan í hyggju í framtíðinni að reisa þar byggingu sem myndi hýsa fimm stjörnu hótel; Four Seasons, íbúðir og hugsanlega líka eitthvað fyrir höfnina og borgina.

Engar viðræður er þó hafnar. Þangað til verður húsið leigt út í heilu lagi eða hlutum til skemmri eða lengri tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölunni Stakfelli eru nokkrir fjársterkir að skoða. Og þess vænst að búið verði að ganga frá leigusamningi fyrir áramót og jafnframt er þess vænst að í húsinu verði starfsemi, sem laði að fólk eins og matarmarkaður eða þess háttar.

Heimild: Ruv.is