Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við Útgarð 6 á Húsavík ganga vel

Framkvæmdir við Útgarð 6 á Húsavík ganga vel

226
0
Mynd: Hafþór Hreiðarsson/641.is

Framkvæmdir við 18 íbúða fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri við Útgarð 6, sem Naustalækur ehf. stendur að, ganga vel þessa daganna.

Verkið gengur samkvæmt áætlun en búið er að reisa kjallara hússins og byrjað á fyrstu hæðinni.

Aðalverktaki er Trésmiðjan Rein ehf. á Húsavík.

Búið er að selja flestar íbúðirnar nú þegar og eru framvæmdaraðilar gríðarlega ánægðir með þær viðtökur sem húsbyggingin hefur fengið frá kaupendum.

Að sögn Friðriks Sigurðssonar framkvæmdastjóra Naustalækjar verða allar íbúðirnar afhentar fullfrágengnar eftir tæpa 12 mánuði, eða þann 15. október 2020 kl. 14:00.

Heimild: 641.is