Home Fréttir Í fréttum Verktakar hafa sagt upp fólki vegna Upphafs verktakafyrirtækis

Verktakar hafa sagt upp fólki vegna Upphafs verktakafyrirtækis

429
0
Mynd: Ruv.is

Verktakar sem starfað hafa fyrir Upphaf, verktakafyrirtækis í eigu sjóðs Gamma, hafa þurft að segja upp starfsfólki sem rekja má til fjárhagsvandræða Upphafs.

Þetta herma heimildir fréttastofu. Upphaf hefur unnið að byggingu 277 íbúða og er stærstur hluti þeirra á Kársnesi og í Mosfellsbæ.

Í tilkynningu sem Gamma sendi frá sér í morgun segir að endurskipuleggja þurfi fjárhag Upphafs og fá nýtt fjármagn til að klára byggingarnar.

Kostnaður við framkvæmdir verkefna félagsins hafi verið verulega vanmetin og framvinda verkefna ofmetin.

Einnig kemur fram i tilkynningu frá Gamma að eignir fjárfestasjóðs sem er í stýringu Gamma og fjárfesti í fasteignarþróunarverkefnum í Bretlandi hafi verið færðar niður.

Verkstjórn eins samstarfsaðila sjóðsins hafi verið verulega ábótavant og kostnaður vanmetinn.

Fréttastofa hefur í morgun reynt að ná tali af nýjum forstjóra Gamma og framkvæmdastjóra Upphafs, en án árangurs.

Heimild: Ruv.is