Home Fréttir Í fréttum Kynningarfundur hjá Vegagerðinni – útboð brúa

Kynningarfundur hjá Vegagerðinni – útboð brúa

222
0
Bygging bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn

Vegagerðin boðar til kynningarfundar þriðjudaginn 8. október. Þar verða kynnt brúarverkefni sem eru á leið í útboð á næstunni.

Þar má nefna verkefni á borð við Steinavötn og Fellsá, Kvíá, Botnsá, Hverfisfljót og Jökulsá á Sólheimasandi ásamt öðrum brúarverkefnum sem eru í undirbúningi.

Erindi flytja:
Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar
Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar

Allir velkomnir.
Fundurinn fer fram þriðjudaginn 8. október í fundarsal á 1. hæð Vegagerðarinnar, Borgartúni 7, frá klukkan 9 til 10.30.