Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við Dalbraut 4 á Akranesi á fullum skriði

Framkvæmdir við Dalbraut 4 á Akranesi á fullum skriði

277
0
Frá byggingasvæðinu síðdegis á mánudaginn. Ljósm. Skessuhorn/kgk

„Þetta er komið á fleygiferð og gerist hratt þessa dagana,“ segir Jón Ágúst Garðarsson, framkvæmdastjóri Bestlu, í samtali við Skessuhorn.

Framkvæmdir fyrirtækisins við fimm hæða íbúða- og þjónustuhús við Dalbraut 4 á Akranesi hófust formlega með skóflustungu 22. febrúar síðastliðinn og eru nú komnar á fullt.

Á neðstu hæð hússins verður 1270 fermetra salur í eigu Akraneskaupstaðar, sem m.a. Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni fær til afnota fyrir félagsstarf sitt.

Á fjórum hæðum þar fyrir ofan verða samtals 26 tveggja- og þriggja herbergja íbúðir, ætlaðar eldri borgurum og bílastæði fyrir hverja íbúð er í kjallara.

Heimild: Skessuhorn.is