Home Fréttir Í fréttum Hætt við hót­el á Byko-reitn­um

Hætt við hót­el á Byko-reitn­um

154
0
Þannig sjá arki­tekt­arn­ir fyr­ir sér aðal­bygg­ing­una á Byko-reitn­um. Horft er frá hjóla­stígn­um við Ánanaust. Granda­torg er fyr­ir fram­an húsið. Það verður skeifu­laga, líkt og JL-húsið beint á móti. Tölvu­mynd­ir/​Plús­arki­tekt­ar

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að aug­lýsa til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi fyr­ir svo­kallaðan Byko-reit, áður Stein­dórs­reit, þ.e. lóðir nr. 77 við Sól­valla­götu og nr. 116 við Hring­braut.

Lóðin stend­ur ná­lægt Ánanaust­um í Vest­ur­bæn­um, gegnt JL-hús­inu við Hring­braut.

Helstu breyt­ing­ar frá fyrra skipu­lagi eru þær að íbúðum á reitn­um fjölg­ar um 14, fara úr 70 í 84.

Íbúðirn­ar verða í þrem­ur hús­um. Hæst verða hús­in fimm hæðir næst Hring­braut. At­vinnu­starf­semi verður á jarðhæð.

Það telst til tíðinda að sam­kvæmt nýju til­lög­unni er fallið frá fyrri hug­mynd­um um hót­el.

Því verður ein­göngu íbúðabyggð á reitn­um. Hót­elið átti að vera í fimm hæða bygg­ingu, alls 4.300 fer­metr­ar.

Inn- og út­keyrsla úr bíla­kjall­ara verður heim­iluð frá Hring­braut sam­kvæmt nýju til­lög­unni en eng­in inn­keyrsla verður við Sól­valla­götu.

Loks er gert ráð fyr­ir að sval­ir megi ná út fyr­ir bygg­ing­ar­reit/​lóðamörk að Hring­braut. Til­lag­an er unn­in af Plús­arki­tekt­um ehf.

Byko-reit­ur mark­ast af Fram­nes­vegi, Hring­braut og Sól­valla­götu. Eig­andi reits­ins er þró­un­ar­fé­lagið Kaldalón, sem hyggst standa fyr­ir upp­bygg­ingu þar.

Gild­andi deili­skipu­lag var samþykkt í des­em­ber 2016, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þessi breyttu áform í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is