Home Fréttir Í fréttum Tvöhundruð milljóna króna munur á tilboðum

Tvöhundruð milljóna króna munur á tilboðum

407
0

Tvö tilboð bárust í byggingu byrðingarstöðvar (ABS hús) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem opnuð voru þann 15. ágúst síðastliðinn.

Um 200 milljónum króna munaði á tilboðunum tveimur frá verktakafyrirtækjunum Ístaki og Mannverki.

Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 346.703.926 krónur á meðan tilboð Mannverks hljóðaði upp á 549.645.904 krónur.

Isavia mun yfirfara innsend gögn og kunngera val á verktaka á næstunni.

Heimild: Sudurnes.net