Home Fréttir Í fréttum Sér­út­búið fund­ar­her­bergi fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

Sér­út­búið fund­ar­her­bergi fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

81
0
Verðlauna­til­laga arki­tekta­stof­unn­ar Kurt og pí um viðbygg­ingu við stjórn­ar­ráðið í Lækj­ar­götu.

Mik­il áhersla er lögð á ör­ygg­is­mál við hönn­un og út­færslu nýrr­ar viðbygg­ing­ar við stjórn­ar­ráðshúsið í Lækj­ar­götu.

Hús­næðinu verður skipt upp í mis­mun­andi ör­ygg­is­svæði og verður hæsta stig ör­ygg­is í sér­stöku fund­ar­her­bergi fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð sem verður í kjall­ara húss­ins.

Í sam­keppn­is­lýs­ingu vegna bygg­ing­ar­inn­ar kem­ur fram að líta þurfi á ör­ygg­is­mál í heild­ar­sam­hengi.

„Lóð og um­hverfi ný­bygg­ing­ar þarf að út­færa þannig að sem minnst hætta sé á að bíl­ar og far­ar­tæki geti keyrt inn á lóðina og á bygg­ing­ar.

Æskilegt er að bygg­ing sé eins langt frá al­mennri um­ferð og hægt er til að tryggja ör­ygg­is­svæði fyr­ir fram­an bygg­ing­ar.

Mögu­leiki þarf að vera á að loka inn­keyrslu í bíl­geymslu með ör­ugg­um hætti (ákeyrslu­vörn) sem næst götu,“ seg­ir í sam­keppn­is­lýs­ing­unni.

„Fund­ar­her­bergi þjóðarör­ygg­is­ráðs (Ö3) verði (glugga­laust) í kjall­ara, með ör­uggri teng­ingu við flótta­leið,“ seg­ir enn­frem­ur.

Gætt verður að því að mögu­leik­ar verði á óháðum flótta­leiðum vegna bruna og annarra ógna, til dæm­is ytri spreng­inga. Þá verður ör­ygg­is­gler sett í all­ar hliðar bygg­ing­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu eru áform um áður­nefnt fund­ar­her­bergi óbreytt en end­an­leg út­færsla allra rýma bygg­ing­ar­inn­ar muni þó ráðast við fullnaðar­hönn­un henn­ar.

Stefnt er að því að útboð vegna verk­legra fram­kvæmda geti átt sér stað vorið 2021 og að bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hefj­ist haustið 2021 og verði lokið á vor­dög­um 2023.
Hef­ur fundað sjö sinn­um

Þjóðarör­ygg­is­ráð hef­ur eft­ir­lit með því að þjóðarör­ygg­is­stefna fyr­ir Ísland sé fram­kvæmd í sam­ræmi við álykt­un Alþing­is og skal vera sam­ráðsvett­vang­ur um þjóðarör­ygg­is­mál.

Ráðinu er enn frem­ur ætlað að meta ástand og horf­ur í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og fjalla um önn­ur mál­efni sem varða þjóðarör­yggi.

For­sæt­is­ráðherra er formaður ráðsins en í því eiga einnig sæti ut­an­rík­is- og dóms­málaráðherra, ráðuneyt­is­stjór­ar ráðuneyt­anna þriggja, full­trúi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, rík­is­lög­reglu­stjóri, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar auk tveggja þing­manna.

Þjóðarör­ygg­is­ráð hef­ur ekki fasta fund­ar­tíma en lagt er upp með að það hitt­ist 4-5 sinn­um á ári.

Ráðið hef­ur alls fundað sjö sinn­um frá því það var stofnað, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þór­unni J. Haf­stein, rit­ara þjóðarör­ygg­is­ráðs.

Fund­ir þjóðarör­ygg­is­ráðs hafa farið fram í Safna­hús­inu, á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli og í sér­stöku ör­ygg­is­rými fyr­ir funda­höld og ör­ugg sam­skipti í húsa­kynn­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Þá hef­ur ráðið fundað í fund­araðstöðu á stjórn­ar­ráðsreitn­um sem hlotið hef­ur sér­staka ör­ygg­is­vott­un rík­is­lög­reglu­stjóra vegna fund­ar­ins.

Heimild: Mbl.is