Home Fréttir Í fréttum Borið hefur á tvíverknaði við framkvæmdir

Borið hefur á tvíverknaði við framkvæmdir

290
0
Mynd: Eyjar.net

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmanneyja í vikunni var rætt um samstarf um framkvæmdir í sveitarfélaginu.

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri fór yfir verklag í kringum framkvæmdir, þá sérstaklega jarðvinnu og möguleika á samstarfi milli framkvæmdaaðila en borið hefur á tvíverknaði við framkvæmdir.

Í bókun ráðsins segir að ráðið feli framkvæmdastjóra að ræða við framkvæmdaraðila um betra samstarf og að verktakar almennt samnýti verk og lágmarki rask við jarðvinnu.

Heimild: Eyjar.net