Home Fréttir Í fréttum Jarðganga­áætl­un að for­dæmi Fær­ey­inga

Jarðganga­áætl­un að for­dæmi Fær­ey­inga

43
0
Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Mein­um við eitt­hvað með því þegar við segj­um að við ætl­um að halda öfl­ugri byggð á öllu land­inu?

Mitt svar er já, og þá verður að fylgja því úr­lausn­ar­efni,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, um fyr­ir­huguð jarðgöng und­ir Fjarðar­heiði.

Sig­urður Ingi seg­ir að það sé með þetta eins og margt annað, að umræður og und­ir­bún­ing­ur hafi staðið í ára­tugi og nú hafi starfs­hóp­ur kom­ist að niður­stöðu um það hvernig best sé að gera Aust­ur­land öfl­ugra og rjúfa vetr­arein­angr­un staða.

Ekki fjár­mun­ir sem þú hrist­ir fram úr erm­inni

Ná­kvæm kostnaðargrein­ing hef­ur ekki verið unn­in en starfs­hóp­ur­inn áætl­ar að kostnaður gæti numið um 33 til 34 millj­örðum króna.

„Það er rétt að þetta eru um­tals­verðir fjár­mun­ir og ekki eitt­hvað sem þú hrist­ir fram úr erm­inni frá ein­um degi til ann­ars, en þarna er kom­in niðurstaða sem við mun­um taka fyr­ir hérna í ráðuneyt­inu og hyggj­umst í upp­færðri sam­göngu­áætlun, sem lögð verður fyr­ir þingið í haust, birta jarðganga­áætl­un sem hluta af sam­göngu­áætlun.“

Jarðganga­áætl­un­in sem Sig­urður Ingi hef­ur í huga er að fær­eyskri fyr­ir­mynd, en þar búa 50 þúsund manns og þangað sækja nokk­ur hundruð ferðamanna ár hvert.

„Með sinni aðferðafræði virðast þeir geta tengt sam­an byggðir og ég velti fyr­ir mér hvort það sé ekki eitt­hvað sem við get­um tekið upp, ver­andi sjö sinn­um fleiri og með tvær millj­ón­ir ferðamanna á ári.“

Áætl­un­in tryggi sam­fellu í jarðganga­gerð

„Til­gang­ur­inn með jarðganga­áætl­un er að tryggja ákveðna sam­fellu í jarðganga­gerð. Það eru mikl­ir hags­mun­ir í því að menn geti, þó svo að það séu ár eða ára­tug­ir í fram­kvæmd­irn­ar, gert framtíðar­plön um upp­bygg­ingu sam­fé­laga og fyr­ir­tækja,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Göng und­ir Fjarðar­heiði eru næstu jarðgöng sem gerð verða, en Sig­urður Ingi seg­ir að í samþykkt hafi verið í síðustu sam­göngu­áætlun, sem lögð var fram í fe­brú­ar, að næstu jarðgöng yrðu gerð til Seyðis­fjarðar.

Sig­urður Ingi seg­ir að tvö ár hið minnsta þurfi í und­ir­bún­ing áður en verkið fer í útboð, og að starfs­hóp­ur­inn meti það svo að allt að sjö ár geti tekið að bora í gegn­um heiðina, en um verður að ræða lengstu jarðgöng Íslands: 13,4 kíló­metr­ar.

Hvað fjár­mögn­un jarðgangn­anna varðar tel­ur starfs­hóp­ur­inn ekki mögu­leika á hreinu sam­vinnu­verk­efni með not­enda­gjöld­um, líkt og not­ast var við við gert Hval­fjarðarganga.

„En það er vilji heima­manna að taka upp not­enda­gjöld. Við erum að skoða sam­starfs­fjár­mögn­un þar sem ann­ars veg­ar eru til­greind­ir ákveðnir fjár­mun­ir á sam­göngu­áætlun í þessa jarðganga­gerð, og hins veg­ar not­enda­gjöld sem kæmu að því að greiða fyr­ir stofn­kostnaðinn og rekst­ur og viðhald gagn­anna sem og annarra jarðgangna í framtíðinni. Það er hið fær­eyska mód­el.“

Heimild: Mbl.is