Home Fréttir Í fréttum 22.08.2019 Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir

22.08.2019 Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir

151
0

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir.
Verkkaupar eru Borgarbyggð, Veitur ohf, Míla ehf og Gagnaveita Reykjavíkur.

Um er að ræða gatnagerð fyrir íbúðasvæði í Bjargslandi sem staðsett er austan Vesturlandsvegar og norðar Hrafnakletts í Borgarnesi.

Helstu verkþættir eru gatnagerð og veitukerfi.

Helstu magntölur eru:
Fylling 800 m3
Holræsi 555 m
Vatnsveitulagnir 210 m
Hitaveitulagnir 520 m
Heildarskurðlengd 380 m
Ídráttarrör 160 m
Blástursrör 3145m
Rör Gagnaveitu 1490m

Tilboð verða opnuð 22. ágúst kl 11:00 á skrifstofu Borgarbyggðar.

Verklok eru 1. des 2019.

Þeir sem óska eftir útboðsgögnum sendi tölvupóst á gkh@verkis.is og verða þau send rafrænt á tilboðsgjafa.