Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Vegagerðin skrifar undir samning við Þjótanda ehf. um Reykjaveg í Biskupstungum

Vegagerðin skrifar undir samning við Þjótanda ehf. um Reykjaveg í Biskupstungum

311
0
Svanur G. Bjarnason og Ólafur Einarsson Mynd: Vegagerðin

Skrifað hefur verið undir verksamning við Þjótanda ehf. vegna endurbyggingar Reykjavegar í Biskupstungum.

Verkið mun hefjast í september og verða að fullu lokið árið 2021. Um er að ræða 8 km kafla og brú yfir Fullsæl.

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á 577 m.kr. Verkið hefst í september 2019 og búist er við að verkinu ljúki haustið 2021 en verði að mestu unnið árið 2020. Verkið hefur tafist nokkuð vegna kærumála.

Verkið felst í breikkun og endurbyggingu Reykjavegar í Biskupstungum í Bláskógarbyggð, frá vegamótum við Biskupstungnabraut að vegamótum við Laugarvatnsveg, ásamt tilheyrandi tengingum, ræsagerð og lögn klæðingar.

Lengd útboðskaflans er 8,0 km.
Einnig á að byggja nýja brú yfir Fullsæl. Nýja brúin verður við hlið núverandi brúar og er um 20 m löng eftirspennt brú.

Mynd hér fyrir ofan sýna Svan G. Bjarnason svæðisstjóra hjá Vegagerðinni og Ólaf Einarsson Þjótanda undirrita samninginn.

Mynd: Vegagerðin
Mynd: Vegagerðin

Heimild: Vegagerðin