Home Fréttir Í fréttum Hætta við hótel og reisa heilsugæslu í staðinn

Hætta við hótel og reisa heilsugæslu í staðinn

292
0
Mynd: ja.is

Hætt hefur verið við að reisa hótel við Sunnukrika 3-7 í Mosfellsbæ. Þess í stað verður byggð ný heilsugæslustöð á lóðinni.

Lóðirnar voru fyrst auglýstar árið 2006. Þá var þeim úthlutað til Eyktar ehf. sem skilaði lóðunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008.

Þá voru lóðirnar aftur auglýstar til sölu og fóru til Sunnubæjar ehf.

Upphaflegs stóð til að reisa hótel auk húsnæðis sem myndi nýtast í ferðaþjónustu. Ákveðið var að ef áform um hótelbygging gengju ekki eftir innan tiltekins tíma hefði Mosfellsbær heimild til að afturkalla úthlutun lóðanna.

Ekkert varð af hótelbyggingu en Mosfellsbær afturkallaði ekki lóðirnar og Sunnubær hefur þar af leiðandi heimild til þess að ráðstafa þeim í samræmi við gildandi skipulag.

Lóðirnar eru miðsvæðis í Mosfellsbæ. Samkvæmt aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði þar nema í undantekingartilvikum og á þjónustu- og verslunarstarfsemi að hafa forgang.

Ný heilsugæslustöð löngu tímabær
Í apríl óskaði Sunnubær ehf. eftir því að fá að skila lóðinni að Sunnukrika 7 og var það samþykkt á bæjarráðsfundi í júní. Í framhaldi af því skrifuðu Sunnubær ehf. og Heilsugæsla Mosfellsumdæmis undir samning um að reisa nýja heilsugæslustöð á lóðinni. Samkvæmt upplýsingum á vef Mosfellings er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega og verði lokið í árslok 2020.

Um 10.000 eru skráð hjá Heilsugæslu Mosfellsumdæmis og er gert ráð fyrir að nýja stöðin geti sinnt um 12.000-15.000 manns.

Í frétt Mosfellings kemur fram að það sé löngu tímabært að flytja heilsugæsluna í nýtt hús því að núverandi húsnæði henti illa til að sinna öllum þeim fjölda sem nýtir þjónustu hennar.

Heimild: Ruv.is