Home Fréttir Í fréttum Þétt­inga­stefn­an í miðborg­inni kom­in í öngstræti

Þétt­inga­stefn­an í miðborg­inni kom­in í öngstræti

629
0
Vign­ir S. Hall­dórs­son hef­ur langa reynslu af bygg­inga­markaðnum. Mynd: Mbl.is

Gríðarleg áhersla á þétt­ingu byggðar hef­ur leitt til þess að íbúðum í miðborg Reykja­vík­ur hef­ur fjölgað mikið á síðustu árum. Vign­ir S. Hall­dórs­son sem rek­ur verk­taka­fyr­ir­tækið MótX seg­ir í viðtali í Viðskipta­púls­in­um í dag að þessi stefna birti ákveðna hjarðhegðun á bygg­inga­markaði sem oft hafi leikið Íslend­inga grátt.

Þannig hafi verk­tak­ar á ein­um tíma­punkti all­ir farið að byggja fjög­urra her­bergja íbúðir en síðustu ár hafi nær all­ir viljað tryggja sér lóðir í miðborg­inni.

Vign­ir seg­ir að þessi nálg­un á markaðinn hafi nú orðið til þess að of­fram­boð hafi mynd­ast í dýr­ustu hverf­um borg­ar­inn­ar.

„Við erum aðeins að fram­leiða það sem markaður­inn vill ekki. Það eru fleiri hundruð íbúðir í bygg­ingu í miðborg Reykja­vík­ur. Ég held að sá mark­hóp­ur sé bara bú­inn. Barna­fólki lang­ar ekki til að búa á Hverf­is­götu með tvö börn­in sín. Ég held að það sé fátítt þótt það hafi efni á því það er dýr fer­metr­inn þarna,“ seg­ir Vign­ir.

Hætt við að sal­an muni áfram ganga hægt
Spurður út í það hvort verk­tak­ar sem nú séu með marg­ar íbúðir í bygg­ingu á þessu svæði geti lent í vand­ræðum á kom­andi miss­er­um seg­ir hann að hætt sé við því.

MótX var stofnað árið 2005 og er í dag með um 230 íbúðir í bygg­ingu. Vign­ir seg­ir að þær séu ekki í miðborg­inni enda hafi hann ásamt meðeig­end­um sín­um metið stöðuna þannig að skyn­sam­legra væri að byggja á öðrum svæðum í borg­ar­land­inu.

Þannig hafi fyr­ir­tækið nú hafið bygg­ingu á stóru fjöl­býl­is­húsi í Norðlinga­holti á lóð sem upp­haf­lega var hugsuð und­ir at­vinnu­hús­næði.

Vign­ir seg­ir að með því að þétta byggð utan miðborg­ar­inn­ar, þar sem ekki er eins dýrt að hefja fram­kvæmd­ir, sé tæki­færi til að nýta innviði sem nú þegar eru til staðar mun bet­ur en ann­arsstaðar. Það eigi við um gatna- og skolp­kerfi, skóla­bygg­ing­ar og aðra þjón­ustu sem byggð hef­ur verið upp í hverf­um sem nú þegar hafa risið.

Spurður út í stöðuna framund­an seg­ir Vign­ir að markaður­inn leiti ákveðinn­ar aðlög­un­ar og nú sé senni­legt að í hönd fari tvö ár þar sem verk­tak­ar geti dregið and­ann, end­ur­metið stöðuna og í kjöl­farið lagt af stað í ný verk­efni.

Heimild: Mbl.is