Home Fréttir Í fréttum Vegagerðin viðbúin skemmdum á nýjum vegi

Vegagerðin viðbúin skemmdum á nýjum vegi

161
0
Mynd: Ruv.is

Vegagerðin stefnir á að opna nýjan veg yfir Berufjarðarbotn í byrjun ágúst og verður vegurinn klæddur og umferð hleypt á hann jafnvel þótt mögulega þurfi að laga veginn síðar vegna sigs.

Vegstæðið seig látlaust á um 180 metra kafla á framkvæmdatíma og þurfti mun meira efni í veginn en ráð var fyrir gert.

Umframkostnaður vegna þessa hefur verið metinn á rúmar 200 milljónir króna. Farg er enn á sigkaflanum en verður tekið af í dag og á morgun.

Upphaflega átti að opna veginn í september í fyrra. Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að áfram verði fylgst með mögulegu sigi en Vegagerðin ætli að ljúka við veginn og opna jafnvel þótt lagfæringar gætu reynst nauðsynlegar síðar.

Hann verði hafður í 10-15 sentimetra yfirhæð til að eiga inni fyrir mögulegu sigi. Þegar nýr vegur um Berufjarðarbotn verður tilbúinn verður í fyrsta sinn hægt að aka þjóðveg eitt allan á bundnu slitlagi.

Heimild: Ruv.is