Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ísafjarðarbær semur við Geirnaglann ehf. um framkvæmdir vegna myglu við Grunnskólann á...

Ísafjarðarbær semur við Geirnaglann ehf. um framkvæmdir vegna myglu við Grunnskólann á Ísafirði

165
0
Mynd: Ruv.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að samið verði við Geirnaglann ehf. um viðhaldsframkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði.

Lagfæra þarf kennslustofur, glugga og þak vegna raka og mygluskemmda. Samningsverð er 72,3 milljónir króna.

Verkinu innandyra skal lokið 20. ágúst og að fullu lokið 30. september 2019.

Heimild: BB.is