Home Fréttir Í fréttum SKE heimilar kaup Hlaðbær-Colas á Norðurbiki ehf.

SKE heimilar kaup Hlaðbær-Colas á Norðurbiki ehf.

243
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. á Norðurbiki ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. á Norðurbiki ehf. Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas er íslenskt hlutafélag og meginstarfsemi þess felst í framleiðslu og sölu á malbiki, auk þess sem félagið starfar við margs konar malbikunarþjónustu. Norðurbik er íslenskt einkahlutafélag sem framleiðir og selur malbik.

Markmið samrunans er að Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas verði samkeppnishæfur aðili á Norðurlandi og að mati félagsins er um áhugaverða fjárfestingu að ræða. Þá felist í kaupunum einnig möguleikar á að auka veltu félagsins.

Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu.

Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli samkeppnislaga.